4.12.2009 | 10:32
Nýjasta nýtt, tala góð fyrirtæki í þrot !!!
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu þá rjúka allir af stað og reka upp rammakvein ef eitthvað gengur upp hjá einhverjum. Ölgerðin var hugsanlega keypt fyrir skuldsetta yfirtöku HVAÐ MEÐ ÞAÐ, Ölgerðin hefur hugsanlega verið keypt fyrir skuldabréf, HVAÐ MEÐ ÞAÐ.
Það sem skiptir máli í þessu tilviki er að Ölgerðin er ekki komin í eigu bankastofnana eins og, Vífilfell, Hekla,Steypustöðin, Hagkaupsveldið og fjöldi annarra stórfyrirtækja (og smárra) sem betur fer.
En auðvitað þarf að eyða dýrmætum tíma í að níða af þeim skóinn og reyna að eyðileggja fyrir þessu fyrirtæki það er jú óafsakanlegt ef eitthvað gengur upp og er ekki jafn ógeðslega misheppnað eins og hjá öðrum.
Nei, séu yfirlýsingar stjórnenda réttar (sem ég efa ekki) þá hlýtur að vera mesta von "Hrungreifanna" að tala fyrirtækið í svaðið.
Hjálpums að við að gera veg og vanda Ölgerðarinnar sem mestan svo að Ölgerðin verði ekki baggi á þjóðfélaginu eins og mörg önnur ágæt fyrirtæki eru orðin.
Ég ætla að kaupa tvöfaldan skammt af Malt og Appelsíni í ár.
![]() |
Ölgerðin skuldar 15,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Merkúr Máni vann til bronsverðlauna
- Dúxaði í verkfræði við Imperial-háskóla
- Rafskútunotendur mega ekki aka á stofnbrautum
- Lögregla tók þjóðfánann niður
- Gosvirkni minnkað síðan í gær
- Að vinna málstaðnum gagn
- Myndir: Stemningin var við völd á tónleikum Kaleo
- Ísland hefur umbreytt sinfónískum hljómi
- Vilja tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig
- Aukin aðsókn í fæðingar utan sjúkrahúsa
Erlent
- Ísraelsher stöðvaði hjálparbátinn Handala
- Finnar staupa sig á rafskútunum
- Kalla eftir tafarlausu vopnahléi
- Verkföll setja flugsamgöngur úr skorðum
- Yfirborðshiti allt að 23,8 gráður
- Aldrei upplýstur um að nafn hans væri í skjölunum
- Afstaðan óbreytt: Palestína ekki sjálfstætt ríki
- Bjargaði færri mannslífum en fyrst var talið
- Bill Clinton sendi Epstein afmæliskveðju
- Börn þurfa nú að staðfesta aldur sinn á netinu
Athugasemdir
Heir heir. Gangi þeim sem best.
Úrvals vörur af þeirra íslensku vörulínu.(ekki það að ég sé að níða þá erlendu))þekki það minna)
sveinn markússon (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:02
Styð þig í því. Malt og appelsín í hvert mál.
Maelstrom, 4.12.2009 kl. 12:05
Ástæðan fyrir þessu er náttúrulega sú að Ölgerðin er að væla og kenna skattahækkunum um bága stöðu sína. Það má alveg benda á að fyrirtækið er látið standa undir fáránlega stórum lánum. Afhverju má svo ekki benda á þetta, er það eitthvað leyndarmál að fyrirtækið standi illa ?
Hallbjörn Magnússon, 4.12.2009 kl. 14:36
http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/988385/
Banjó (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.