þeir sem lenda í þeim eru heppnir

Ég vil meina að til sé verra fyrirtæki og það heitir SP fjármögnun.

Ég var þar með bílalán uppá 6.000.000.- og stóð í samningum með að koma því í skil, bíllinn var 6.000.000.- kr. virði (þannig að tapið var ekki algert) bíllinn var vörslusviptur og stuttu síðar metinn af SP fjármögnun á 2.900.000.- vegna lélegs ástands (3 ára glæsivagn). Skömmu síðar sást bíllinn á Litlu bílasölunni, þá var hann aldeilis ekki ónýtur því verðið var 4.800.000.- (ástand óbreytt). Seldist strax og hverjir skyldu hafa veitt lán vegna kaupanna á ónýta bílnum jú, SP fjármögnun.

Já eftirstöðvarnar fóru í lögfræðiinnheimtu þar sem 2.900.000.- (fyrir ónýta bílinn) voru dregnar frá höfustólnum en vi bæturnar voru; vörslusviptingarkostnaður, VERÐMAT Á BÍLNUM,geymslugjald, lögfræðikostnaður og ýmislegt fleira.

Fyrirtækið SP fjármögnun er við gjaldþrotans dyr samkvæmt upplýsingum í blöðum. Getur verið að kröfur í lögfræðiinnheimtu og ógreiddar kröfur séu notaðar til að falsa afkomutölur ? Einnig er talað um það á götunni að góðir vinir geti fengið vörslusvipta bíla á góðu verði, s.b.r. 6.000.000.- gæti verið seldur VINI á 2.900.000.- hann var jú metinn á það. Það má reyndar benda á að ég var búinn að bjóða SP fjármögnun skynsama lausn uppá 6.000.000.- en sú lausn hugnaðist ekki.

 


mbl.is Lýsing sökuð um miskunnarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér Siggi, þetta fyrirtæki vinnur á svívirðilegan hátt, ég mun á einhverjum tímapunkti segja mína sögu af ótrúlegum vinnibrögðum þeirra sem eru mannréttindarbrot en okurlánarar fyrri tíma boru bleijubörn miðað við vinnubrögð SP fjármögnunar!

Ómar (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:17

2 identicon

Sæll aftur Siggi!  

Rétt til viðbótar þá langar mig að sýna þér tölvupóst sem ég sendi á SP-fjármögnun þann 17. ágúst sl..  Ég gerði ráð fyrir að fá svör við bréfi mínu en sú aðferð sem SP kýs að nota er að svara engu!  Ég hef ítrekað beiðni um að fá bréfi mínu svarað en það eina sem ég fæ frá þeim er skeyti þar sem hótað er því að taka bílinn og síðan gengið að mér með mismuninn.  Ég hef borgað af bílnum í bráðum 4 ár en lánið er nú miklu hærra heldur en það var þegar ég tók það.  Við erum ekki þeir einu sem erum í þessari stöðu en ég velti fyrir mér, hvernig er eiginlega hægt að fara svona með heiðvirt fólk sem keypti sér bíl eða hús og tók það lán sem sérfræðingar mæltu með og ríkið veitti blessun sína yfir!  Og það sem mér finnst einkennilegt er að fyrirtæki í eigu ríkisins í þessu tilviki SP skuli komast upp með vinnubrögð sem þessi en eins og við vitum þá fáum við sem betur fer til baka það góða sem við gerum fyrir fólk en það illa fáum við venjulega margfalt til baka! 

Baráttukveðjur til þín og annara í svipaðri stöðu,

Ómar

Ég tók út númerið á bílnum og samningum sem skiptir ekki öllu en svona er bréfið til SP:

Undirritaður er með bílasamning nr. 00.0000 vegna bifreiðarinnar XX xxx hjá ykkur sem undirritaður var þann 13. október 2005 þar sem jafngreiðsluleigan er sögð kr. 54.125.- þúsund krónur á mánuði. Á meðan leigan var eðlileg og í rökréttu samræmi við undirritun greiðsluyfirlitsins gat ég greitt af láninu á eðlilegan og sanngjarnan hátt. Nú er staðan hinsvegar sú eins og þið vel þekkið að greiðslubyrðin er ekki í neinu samræmi við forsendur samningsins en nú eru mánaðarlegar afborganir um 130 – 140 þúsund krónur pr. mánuð eða eru að nálgast það að vera þreföld sú upphæð sem greiðsluáætlunin gerði ráð fyrir. Þetta ræð ég ekki lengur við. Mér var tjáð að með því að koma láninu í skil sem ég náði þá fengi ég úrlausn minna mála og svar bærist en eftir að ég náði að koma láninu í skil barst ekkert svar frá ykkur.   Eins og staðan er nú sé ég aðeins tvo kosti í stöðunni:1.       Að greiða sambærilega greiðslu eins og áætlun gerði ráð fyrir auk 25% eða um 70 þúsund krónur á mánuði án þess að þurfa að koma láninu í skil að nýju. 

2.       Að afhenda ykkur bílinn þar sem að forsendur bílasamningsins eru gjörsamlega brostnar eins og lánsskjöl sýna glögglega.  Ef þið viljið velja þessa leið þá myndi ég afhenda bílinn hjá ykkur samkvæmt nánara samkomulagi við ykkur þar um.

Með von um skjót svör við þeim tveim leiðum sem ég nefni hér fyrir ofan,

bestu kveðjur,

Ómar

Ómar (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

siggi
siggi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband