25.5.2009 | 17:02
Er eitthva að manneskjunni !!!!
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags fasteignasala hlýtur að vera yfirnáttúrulega einföld að halda fram svona vitleysu við mann og annann.
Hvernig má það vera að henni finnist undarlegt að ekki sé hægt að fá yfirtöku á láni sem er sannanlega yfirverð fasteignarinnar. Væntanlega eru einu greiðslur er fara milli kaupanda og seljanda "sölulaun" fasteignasala fyrir slíkan gjörning. Það má hverjum sem heyra vill vera ljóst að ef skuldir á eign eru umfram verðmæti hennar, þá liggur að baki slíkum kaupum annarlegur tilgangur svo sem að kaupandi hyggst t.d.ekki greiða af lánum.
Þar sem bankar og lánastofnanir eru nú komnir í almannaeigu þá er að mínu mati rétt að menn tapi ekki peningum einungis til þess að fasteignasalar fái umbun "sölulauna" sína.
Að kaupa eign á yfirverði þýðir bara eitt; það á ekki að greiða af henni vexti,afborganir eða nokkuð það annað er greiða þarf.
Flytja ekki 100% lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef nú sjaldan séð annað eins endemis kjaftæði og þetta sem þú lætur útúr þér. Að halda því fram að einhver "annarlegur tilgangur" liggi að baki þegar svona hlutir eiga sér stað segir trúlega meira um þinn eigin þankagang heldur en margt annað. Eflaust getur það átt sér stað að eitthvað annarlegt sé í gangi í stöku tilfellum en langt í frá öllum eða flestum... Er betra að bankinn hirði íbúðina af eigandanum heldur en að gefa honum færi á að á að selja ef kaupandi finnst?? Sjálfsagt hagstæðara fyrir okkur eigendur bankanna að setja þær á uppboð með tilheyrandi tapi heldur en gefa þeim sem ekki ræður við að borga tækifæri til að selja????? Tala nú ekki um ef kaupandi með greiðslugetu kemur?? Aldrei heyrt talað um að kaupa í kreppu til að selja og hagnast í uppgangi?? Ég seldi íbúð um daginn með 100% veðsetningu, ekki af því að ég réð ekki við hana heldur vegna þess að ég stækkaði við mig og keypti með nánast 100% veðsetningu. Gerði reyfarakaup og sá sem keypti af mér gerði ágætiskaup líka... Annarlegur tilgangur??? Ef að gera góð kaup er annarlegt, já þá var þetta annarlegur tilgangur...
Nostradamus, 25.5.2009 kl. 17:20
Það hlýtur að vera hagstæðara fyrir okkur öll að það sé borgað af lánunum frekar en að fara í gjaldþrot. Þú verður að horfa út fyrir eigin kassa!
alla (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 17:51
Ingibjörg Þórðardóttir hefur að mínu mati aldrei sagt neytt að viti, Hjartanlega sammála því sem er bloggað hér upprunalega. Mjög eðlilegt að fólk borgi eitthvað inn á íbúðina sína. Fólk hlýtur að vera virkilega vit skert ef það er að "fjárfesta" í íbúð sem hvílir á 100% lán og rúmlega það. Ef þetta er viðskipta vitið sem þið hafið þá eru Íslendingar svo sannalega FUCKT!
Annar verður að skoða hvert og eitt tilfelli fyrir sig til að geta dæmt um þetta, það er til heiðalegt fólk líkt og "nostradamus" en því miður er mikið meir um að fólk sé að misnota kerfið (í því samhengi er nóg að benda á fæðingar- og atvinnuleysisbæturnar).
P.S svona lög koma t.d í veg fyrir að auðmenn geti komið lánum sínum yfir á fólk sem er tilbúið að fara í gjaldþrot fyrir væga greiðslu, mjög sniðugt að koma í veg fyrir það. Svo verð ég að benda á að bankarnir eru ekkert annað en við fólkið í landinu, þetta eru peningarnir okkar (eigum við ekki að reyna að passa þá).
Séra Jón (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 18:28
....
Getur samt ekki alveg verið að fólk þurfi að skippta um íbúðir einhverja hluta vegna... stækka við sig eða minka... eða flytja a milli staða.... gæti tildæmis alveg verið að fjölsk á selfossi og fjölsk á Akranesi ákveði að skippta um íbúðir... og báðar eignirnar eru yfirveðsettar.... og hvað þá.... ?
o j v (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 18:50
Þú verður að fyrirgefa fávisku mína, "Séra Jón" en hvernig misnotar fólk fæðingarorlofið? Ertu að gefa í skyn að það eigi að afleggja það ásamt atvinnuleysisbótum vegna þess að það eru örfáir sem misnota rétt okkar til þessara réttinda?
Annars finnst mér þetta bara landráð hjá bönkunum að krefjast þess að fólk borgi niður þessi 10-20% af lánunum til þess að geta tekið þau yfir. Þetta verður bara til þess að það verða fleiri gjaldþrot einstaklinga vegna þess að kaupendur, sem eru kannske borgunarmenn fyrir láninu, munu hætta við að kaupa og seljendur, sem eiga kannske í erfiðleikum með að borga af því, munu ekki geta selt. Þetta er bara enn ein leiðin fyrir bankana að fá inn skjótan pening.
Rúna Vala, 25.5.2009 kl. 19:07
"bankar eru ekki, hafa aldrei verið, og munu aldrei vera góðgerðarstofnanir. Hvort sem ríkið rekur þá eða ekki. Þeir þurfa að hugsa um það að eitt að græða, sama hvað gerist."
og græða bankarnir eitthvað minna ef einhver annar borgar af láninu?
Steini (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:07
Það ver ekki tal um að ekki borga utan að borga lánið. verðið hefur örugglega sett niður(ekki gróði frá kaupverði).Malla malla
Eyjólfur Jónsson, 25.5.2009 kl. 21:10
ÉG verð að tjá mig hérna þar sem ég skil ekki ástæðuna fyrir því að bankar neiti því að annar skuldari,sem er jafn skuldhæfur eða jafnvel betri en sá fyrri, yfirtaki það lán sem á íbúðinni liggur þó svo að engin önnur greiðsla fari fram...átta mig ekki á þeim rökum, tel þetta algjörlega út í hött. Eitt af mínum skyldmennum er ein af þeim sem er að reyna að selja eign sína gegn því að yfirtaka lánið að fullu. Íbúðin sem er til sölu er í Keflavík og á hvílir lán frá LÍ, íbúðin er í raun metin á meira en lánið og reyndi aðili sem gerði tilboð í eignina að fá að yfirtaka lánið en fékk neitun á grundvelli þess að hann réði ekki við afborganirnar. Þetta lán er með 4,15% vxt og reyndu seljendur sem og kaupandi að tala við næsta yfirmann sem sem sagðist vera tilbúinn til að lána viðkomandi en á 11% vxt....Uhhmm...dálítið skrítið svar í ljósi þess að viðkomandi stóðst ekki greiðslugetu upp á 4,15% vxt en átti að geta greitt af lani með 11% vxt! Bankarnir vita ekkert yfirhöfuð hvað þeir eru að gera þessa dagana. Ástandið er gríðarlega sorglegt og ennþá sorglegra að lesa það að ef til vill er e-r sem getur ekki greitt af íbúðinni sinni, er með kaupanda sem ræður við að borga af áhvílandi lánum en fær neitun þar sem hann þyrfti að borga með henni...ef þetta eru þeir stjórnendur sem sjá um okkar peningamál þá erum við í slæmum málum...því það hlýtur að vera dýrara að láta svona mál ganga fljótt og vel fyrir sig en að enda með íbúðina á nauðungaruppboði. Í þessum tilvikum er nákvæmlega sama eignin að baki skuldarinnar þannig að sá sem skuldar hana núna ætti í raun á sama hátt að greiða meira af láninu en hann gerir nú þegar!
Sissa
Sissa (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 21:22
Rúna Vala
Ég mun afsaka fávisku þína, og nei ég er ekki að leggja það til. Ég er einungis að benda á að það er fólk sem misnotar kerfið. Til dæmis hvað varðar fæðingarorlof, þá eru mörg dæmi um það að einstæklingar þiggi það og vinni svo svart t.d við smíðar til að auka tekjur sínar. Þetta er kannski ekki gott dæmi um "slæma" misnotkun en því miður eru margir sem gera slíkt samhliða því að þiggja atvinnuleysi bætur, það er að segja vinna svart og þiggja bætur. Það kemur að því að bæturnar klárast (sennilega fyrir áramót) og ef við segjum að það séu X-margir skammtar af bótum, þá eru þessir einstæklingar að taka skammta frá fólki sem mun þurfa þá.
Séra Jón (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:39
Frábært hjá 'nostradamus' sem segir að eðlilegt sé að kaupa íbúðir á yfirverði.
Hvað er að manninum það eru 13.000 íbúðir til sölu og ef einhver heldur að með því að kaupa íbúð á yfirverði þegar hægt er að fá íbúðir á undirverði þá er bara eitthvað að.
Hafa ritarar ekki séð auglýsingu eins og þessa ¨ er tilbúinn til að borga 2-500.000 með yfirveðstta bílnum mínum¨ eða ¨ er tilbúinn til að borga 2.000.000 með veðsettu íbúðinni minni.
Vá, allir að fara og gera góð kaup, en sú heppni.
siggi, 25.5.2009 kl. 22:47
Siggi þú ert ekki alveg að fatta hvað hún er að meina með þessu. Hérna er eitt dæmi sem ég þekki af því þarna er um vin minn að ræða:
Hann býr í íbúð með kærustunni sinni sem missti vinnuna fyrir nokkrum mánuðum. Þau eiga eitt barn og hann er líklega að fara missa vinnuna eftir tvo mánuði.
Íbúðina sína gátu þau selt (fundu kaupanda sem gat keypt með því að greiða þeim 500 þús. og yfirtekið lán). Bankinn neitaði þrátt fyrir að kaupandinn væri í betur launaðri vinnu sem hann sér fram á að halda.
Það eina sem parið ætlaði að gera var að losa sig út úr íbúðinni og skuldbindingunum og flytja í kjallara hjá foreldrum annars þeirra áður en verr færi hjá þeim.
Þetta er hvorki yfir- né undirverð né annarlegur tilgangur að baki þessu, bara fólk að reyna komast hjá því að enda á því að lenda í greiðsluþroti með tilheyrandi tapi fyrir alla aðila. Það að bankinn neiti um yfirtöku á láni og stöðvi þessi viðskipti ber aðeins vott um 100% þröngsýni, heimsku og hálfvitaskap í bankakerfinu.
En það er svo sem borin von að Arsenal maður skilji það
bjkemur (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:25
Jahá Siggi... Hvar fæ ég íbúð á "undirverði" þessa dagana?? Þó svo að 13000 íbúðir séu til sölu (skv þér) þá er nú ekki beint nein útsala á þeim þessa dagana.... Að bera saman yfirveðsetta bíltík og yfirveðsetta íbúð er eins og að bera saman epli og appelsínur.. Íbðuðarlánið er í flestum tilfellum til amk 40 ára en bílalánið í mesta lagi til 7 ára, íbúðin hefur alla möguleika á að hækka aftur í verði og það jafnvel verulega (þar af leiðandi hægt að gera góð kaup) en bíllinn getur hinsvega ALDREI gert annað en að rýrna í verði alveg sama hvað gert er. Svo má nú ekki gleyma því að engir og þá meina ég engir á þessu landi hérna bera meiri ábyrgð á því hvernig komið er fyrir fasteignamarkaðnum og bankarnir. Hér var íbúðaverð talað upp endalaust, lánað var endalaust til kaupa á íbúðum og neysluvarningi... Væri beðið um 10 milljóna lán var reynt að láta fólk taka 12 eða 15 milljónir "svo það væri örugglega með nóg". Bankarnir reyndu ítrekað að taka af lífi Íbúðalánasjóð með kærumálum og klögum út fyrir landsteinana en höfðu sem betur fer ekki erindi sem erfiði.. Maður fær gæsahúð af því að hugsa til þess hvernig ástandið hér á landi væri hefði þeim heppnast það ætlunarverk sitt.... En eins og einhver sagði, það er kannski til of mikils mælst að ætlast til þess að Arsenik maður fatti þetta alveg...
Nostradamus, 26.5.2009 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.