24.8.2017 | 07:13
Merkilegt hvernig menn breytast eftir því sem þörfin er
það lítur út fyrir að Jón Sull. sé kominn með nýjan óvin " Costco "
Það er nefnilega mér enn í fersku minni þegar Jón lofaði Bónus og þeirra eigendur upp í hástert með lofgjörðum, bátsferðum og alls konar hamingju á Florida.
En svo urðu þeir óvinir og þá vondir menn. Jón Sull. Hafði nefnilega fundið upp lágvöruverðsverslanirnar eins og þeir gera þær í Ameriku og skaffaði lágvöruverðsvörur sem síðan voru seldar á rýmilegu verði.
Jón var í fyrstunni spurður um álit sitt á Costco í fréttatíma og svo virtis sem hann væri bara ánægður ( eða þannig ) og kallaði eftir samkeppni, samkeppni sem hann getur ekki unnið.
Nú breytast vindar, Costco er að svindla, Costco ætti ekki að hafa leyfi til að versla á örmarkaði, Costco eru ríkir og stórir, Costco ætti að banna og hvað þá heldur en ekki annað.
Þá er komið að kjarnanum, allir vita hver á Costco ! En hver á Kost ? Nei, því hefur ekki verið haldið á lofti hvar Jón fékk pening við komuna til Íslands, nefnilega að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi ( allt mögulegt ) og einn mesti auðmaður Ísland er stæðstur eigenda Kosts.
Vissu þið það ??????
![]() |
Ófyrirséðar afleiðingar af Costco |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Sulleinberger eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, á fyrirtæki í USA sem heitir Nordica. Nordica er innkaupalager fyrir aðallega Amerískar matvörur.
Nordica selur Kosti allar þær amerísku vörur sem Kostur er með og verður hagnaðurinn aðallega til þar, en tapið á Kosti sem er búið að vera frá upphafi, verður eftir á Íslandi.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.8.2017 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.