Ræningjar oss vilja ráðast á !

Þetta er ekki það versta sem gerist.

Það liggur fyrir að nú fara fyrirtækin sem unnu með þessu móti í þrot og enginn fær neinar málsbætur/miskabætur, heldur verður bara að una því að hafa tapað sinni kröfu vegna gjaldþrots fyrirtækja eins og t.d. SP fjármögnunar.

Nokkrir hlutir sem ekki hafa komið fram;

þú tekur myntkörfulán og greiðir í íslenskum krónum en ef þú lendir í vanskilum þá bar þér að greiða allt að 25% dráttarvexti í íslenskum krónum (hverjir eru dráttarvextirnir í Sviss/Japan)

mér bar samkvæmt samningi að greiða ' libor vexti' af mínu íslenska bílaláni, en þeir eru ekki til í íslensku bankaumhverfi.

Auðvitað tóku þeir bílinn þegar ég var kominn framyfir með greiðslur og hvað ? ; dráttarvextir,vörslusvipingarkostnaður, skoðunarkostnaður, matskostnaður og hvaðeina, bíll að verðmæti 6.500.000.- metinn á 2.400.000 ég rukkaður um mismuninn. Nei ég hefi fengið pínulitla leiðréttingu þeirra mála en nýji eigandinn sem keyrir glaður um á 6.500.000.- króna bílnum 'mínum' sem hann greiddi einungis 4.000.000.- fyrir (og fékk að stórum hluta lánað hjá SP) er sennilega búinn að kveikja á kerti í kirkjunni fyrir vini sína vegna hversu góðir þeir eru við hann.

Hundruð sagna eru til um framferði þessara fyrirtækja hvernig þau (þeir sem að þeim standa) vinna og myndi ekki bloggsíðan endast til að segja frá því en hér kemur ein í lokin, hafðið þið heyrt um manninn sem skuldaði 450.000.- króna eftirstöðvar vegna vinnubílsinns, hann var vörslusviptur, (35.000.-) hann var metinn af Frumherja (25.000.-) hann fékk dráttarvexti (55.000.-) hann fékk lögfræðikostnað (80.000.-) hann fékk þrifkostnað á bílnum (24.000.-) eftirstöðvar lánsinns voru 450.000.-+kostnaður. 219.000.- samtals, 669.000.- frá þessari dróst síðan matsverð bílsinns sem var óskiljanlegt, KRÓNUR, 0

Heildarskuld var því 669.000.-  mann greiið óskaði efti því að fá hinn verðlausa bíl en því var hafnað.

Allt í lagi ég viðurkenni að ég skulda eins og margir, ég viðurkenni að ég var í vanskilum, ég viðurkenni að ég er ekki sáttur en bráðum sitjum við þ.e. ég og fjármögnunarfyrirtækið við sama borð, 'gjaldþrota' en munurinn er að ég á mér kannski framtíð en þeir eiga bara görótta fortíð.  


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

en allt þetta kom ekki í veg fyrir að þú undirritaðir samningin vitandi vits um það að þetta væri gengislán. Auðvitað á fólk að leita réttar síns og rétt skal vera rétt. Ef gengislánin eru ólögmæt þá eru þau ólögmæt. En andskotinn hafi það fólkið vissi nákvæmlega að hverju það gekk þegar það tók lánin, að þau væri gengistryggð en ekki vísitölutryggð. Það var þess vegna sem að fólk tók lánin, og það vissi hvaða áhætta fólst í því að taka gengistryggð lán. En þegar allt er komið í óefni og áhættan við gengistryggðu lánin sem að varað var við er orðin að veruleika, þá ætlar fólk að snúa dæminu við, breyta gengistryggðu lánunum sem það undirritaði í eitthvað annað. Er ekki verið að reyna að breyta lánsskilmálunum sem að fólk undirritaði eftirá?

Jóhann Pétur Pétursson, 13.2.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: siggi

Já auðvitað mátti fólk vita af áhættunni, en það sem verið er að tala um það er óbilgirni lánafyrirtækjanna og ekki síður það að þeir sem að þeim standa túlka alla hluti sér í hag svo sem eins og ég tala um að af hverju eru dráttarvextir ekki reiknaðir miðað við dráttarvexti þess gjaldeiris sem lánið er tekið í.

Og hverjum hefði dottið í hug þær starfsaðferðir og vinavæðing sem virðist notuð við uppgjör og frágang lána ?

siggi, 13.2.2010 kl. 13:50

3 Smámynd: Meðal kona

Það skiptir engu máli hvort fólk hafi vitað að hverju það gekk þegar það tók lánin. Það geri þau ekkert minna ólögleg.

Ég tók erlend lán hjá Lýsingu, ég vissi hvað ég var að gera.... en ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri ólöglegt. Þar sem lánið er ólöglegt (skv þessum dómi) þá ber að leiðrétta það, sama hver er að græða/ tapa á því.

Meðal kona, 13.2.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Muddur

Hvernig átti fólk að vita að gengi krónunnar myndi hrapa um tugi prósenta á stuttum tíma á meðan það missti vinnuna eða lækkaði í launum? Fólki var ráðlagt að taka þessi lán af fyrirtækjum sem höfðu að skipa menntuðum sérfræðingum sem áttu að geta séð nokkurnveginn fyrir um gengissveiflur. Dæmið var sett upp og fólk sá það svart á hvítu að lánið gæti sveiflast eitthvað en allar líkur bentu til þess að til langs tíma væri þetta hagstæðara en verðtryggt. Fólk treysti því og þessir viðskiptahættir nutu blessunar þeirra stjórnvalda er áttu að tryggja hag fólksins og því finnst mér ekkert óeðlilegt við það að fólk hafi tekið þessi lán. Mér finnst því ósanngjarnt að fólk sé að setja sig á háan hest í dag og gagnrýna þá sem tóku erlend lán á sínum tíma, burtséð frá því hvort þessi lán verða dæmd ólögleg eða ekki.

Muddur, 14.2.2010 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

siggi
siggi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband