Vörslusvipt fram á síðustu sekúndu !!!!!

Þetta er ekki eina málið sem er í gangi við SP fjármögnun. Ég er með í Héraðsdómi mál sem bíður dóms um lögmæti vörslusviptingar sem framkvæmd var án heimildar þ.e. bílarnir voru vörslusviptir og síðan farið í "INNSETNINGU"  til staðfestingar lögmæti vörslusviptingar. Þetta er nánast eins og að senda menn í afplánun áður en dómur hefur fallið. Mál þetta var dómtekið og flutt s.l. föstudag 5 klukkustundum fyrir dómsuppkvaðningu Hæstaréttardóms. Segið svo að ekki sé unnið að skítamálum fram á síðustu mínútu.

Dómur í máli mínu ætti að vera birtur á næstu dögum en ég gerði kröfu um að fá hina vörslusviptu muni aftur.


mbl.is Senda ekki út greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

SP getur gert sig gjaldþrota og startað "Nýja SP" og látið síðan þrotabúið um málið. Allir bílar og fjármunir munu hverfa og lögregla mun halda áfram að elta sígarettuþjófa. það er hefðbundin íslensk aðferð sem oftast er látin í friði...

Óskar Arnórsson, 18.6.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er búið að dæma vörslusviptingu án opinbers úrskurðar ólögmæta, fyrir þónokkru síðan. Fyrir utan oftekna gengistryggingu þá skuldar SP Fjármögnun mér rúmar 13 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum frá því í fyrra vegna tilhæfulausrar innheimtu kostnaðar af vörslusviptingu, sem var þó aldrei tekin til framkvæmda (þeir gripu í tómt þegar átti að ná í bílinn).

Haltu áfram í baráttunni, við þurfum á dugmiklu fólki eins og þér að halda til þess að standa í hárinu á þessum glæpamönnum. Bestu kveðjur!

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

siggi
siggi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband